Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. maí 2021 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Kristianstad taplaust eftir fyrstu fimm leikina
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn með Kristianstad
Sif Atladóttir spilaði allan leikinn með Kristianstad
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska liðið Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Linköping í fimmtu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Kristianstad hefur ekki enn tapað leik.

Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristianstad og spilaði allan leikinn en hún náði sér í gult spjald eftir klukkutímaleik.

Linköping komst yfir í leiknum með marki frá Frida Leonhardsen Maanum á 38. mínútu.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum fékk Kristianstad víti. Jutta Rantala tók spyrnuna og skoraði.

Lokatölur 1-1. Kristianstad er með ellefu stig úr fyrstu fimm leikjunum og situr í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Rosengård sem hefur unnið alla leiki sína til þessa og er með 15 stig.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad og Björn SIgurbjörnsson er aðstoðarþjálfari liðsins. Sveindís Janes Jónsdóttir var ekki með liðinu vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner