Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. maí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham bálreitt út af tímasetningu Kane
Mynd: Getty Images
Í gær var greint frá því Harry Kane hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa Tottenham í sumar. Kane er sagður langa í titla en engan slíkan hefur hann unnið með Tottenham.

Manchester United, Manchester City og Chelsea voru strax orðuð við sóknarmanninn.

Tottenham er sagt vera bálreitt út af tímasetningunni á þessum tíðindum. Vika er eftir af deildinni og Tottenham í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti.

„Einbeiting okkar er á að klára tímabilið eins vel og hægt er. Þar ætti einbeiting allra að vera," segir í tilkynningu Tottenham.

Breskir miðlar lesa í seinni línuna: „Þar ætti einbeiting allra að vera." Fréttaflutningur ytra er á þá leið að þetta sé skot á Harry Kane þar sem tveir mikilvægir leikir, gegn Aston Villa og Leicester, séu eftir.

Kane verður 28 ára í júlí og er samningsbundinn félaginu út tímabilið 2023/24. Verðmiðinn er talinn vera um 150 milljónir punda.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner