Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 09:55
Brynjar Ingi Erluson
Eriksen vill vera áfram í Lundúnum - Baráttan á milli Brentford og Tottenham
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: EPA
Enski miðillinn Athletic segir að Christian Eriksen ætli sér að vera áfram í Lundúnum og sé því ekki að íhuga það að taka tilboði Manchester United.

Danski landsliðsmaðurinn kom til Brentford á frjálsri sölu í byrjun ársins og gerði þá samning út tímabilið.

Hann verður því samningslaus um mánaðarmótin og er áhuginn á honum mikill.

Eriksen, sem er þrítugur, spilaði frábærlega með Brentford seinni hluta tímabilsins þar sem hann gerði eitt mark og lagði upp fjögur í ellefu deildarleikjum.

Brentford, Manchester United og Tottenham hafa öll verið í sambandi við Eriksen en samkvæmt Athletic kemur það ekki til greina að ganga í raðir United.

Eriksen vill búa áfram í Lundúnum og stendur því valið á milli Brentford og Tottenham. Hann hefur ekki enn gert upp hug sinn en ákvörðun ætti að liggja fyrir á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner