Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Neymar sagði við mig að hann væri að hætta"
Neymar með kúrekahatt.
Neymar með kúrekahatt.
Mynd: EPA
Brasilíska ungstirnið Rodrygo hefur greint frá því að Neymar muni fljótlega hætta í brasilíska landsliðinu.

Neymar, sem er þrítugur, er búinn að vera magnaður fyrir brasilíska landsliðið og er búinn að skora 74 mörk í 119 leikju fyrir þjóð sína. Hann vantar þrjú mörk til að jafna markamet Pele fyrir Brasilíu.

Rodrygo er núna að koma upp hjá Brasilíu og er einn af efnilegustu leikmönnum þjóðarinnar. Hann segist hafa talað við Neymar um framhaldið.

„Neymar sagði við mig að hann væri að hætta og ég ætti að taka við treyju númer tíu. Ég vissi ekki hvað ég ætti að segja við hann. Ég sagði við hann að hann ætti nú að halda áfram að spila. Svo hló hann,” sagði Rodrygo.

Það er stórt að Neymar, sem er einn besti fótboltamaður í heimi, hafi svona mikla trú á Rodrygo, en hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Neymar á nú nóg eftir af ferli sínum, en það er spurning hvort hann muni hætta fljótlega í landsliðinu.

Neymar hefur áður talað um að HM í Katar næsta vetur verði hans síðasta heimsmeistaramót; hann segist ekki vera nægilega sterkur í huganum til að takast á við að spila svona mikinn fótbolta lengur, hann ætli að einbeita sér að félagsliði sínu - Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner