Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tevez að taka við stjórastarfi tveimur vikum eftir að hann hætti
Tevez í leik með Boca Juniors.
Tevez í leik með Boca Juniors.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Carlos Tevez lagði skóna á hilluna fyrr í þessum mánuði en núna er hann nálægt því að taka að sér sitt fyrsta stjórastarf.

Tevez lagði skóna á hilluna fyrir tveimur vikum eftir 20 ára farsælan feril.

Tevez er 38 ára gamall og lék síðast með Boca Juniors í heimalandinu. Hann yfirgaf Boca í fyrra og sagðist hafa tapað gleðinni og metnaðinum sem fylgja því að spila fótbolta á háu stigi eftir andlát föður síns.

Tevez lék meðal annars fyrir Manchester United, Manchester City og Juventus á ferlinum og á 76 landsleiki að baki fyrir Argentínu.

Núna er hann við það að gerast stjóri Rosario Central í Argentínu. Tevez ræddi við stjórnarmenn félagsins í þessari viku og heillaði þá upp úr skónum.
Athugasemdir
banner