Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. júlí 2020 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leeds er stærra félag en Manchester City"
Jimmy Floyd Hasselbaink.
Jimmy Floyd Hasselbaink.
Mynd: Getty Images
Leeds er komið aftur í deild þeirra bestu á Englandi. Liðið er búið að vinna Championship-deildina og verður aftur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir sextán ára bið.

Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum sóknarmaður Leeds, fór fögrum orðum um félagið í viðtali við Ziggo Sport Voetbal í Hollandi.

„Leeds mun gera ensku úrvalsdeildina betri. Leeds er stærra félag en Manchester City og getur náð lengra en Man City," sagði Hasselbaink.

„Það er mikilvægt að taka þrjú ár í að byggja stöðugleika en svo getur félagið barist um efstu sex sætin eftir það."

Leeds var til umfjöllunar í hlaðvarpsþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net undir lok árs 2018. Smelltu hér til að hlusta á þá umfjöllun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner