Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 18. júlí 2020 20:00
Atli Arason
Siggi Höskulds: Ekki hægt að líkja þessum ummælum saman
Skrítin umræða sem er í gangi segir Siggi
Lengjudeildin
Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis Reykjavík.
Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis Reykjavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að fá þrjú stig, bara æðislegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, eftir sigur gegn Magna í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Magni

Það er búin að vera umræða í gangi í vikunni vegna ummæla sem Brynjar Hlöðversson, leikmaður Leiknis Reykjavík, lét falla í leik gegn Fram síðustu helgi, sem hægt er að lesa nánar um hér

Einhverjir vilja meina að ummælin svipa til lélegra ummæla sem Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunar lét falla í leik gegn Leikni í fyrra, ummæli sem Leiknismenn voru sjálfir alls ekki sáttir með.

Siggi var ekki í nokkrum vafa um það að Brynjar ætti að spila leikinn gegn Magna í dag. „Það er ekki hægt að líkja þessu tveimur ummælum saman. Þetta er skrítin umræða, sagði Siggi Höskulds um þetta mál.

Brynjar sjálfur fór meiddur útaf leikvelli á 8. mínútu. Brynjar meiddist á hné og þetta leit ekki vel út fyrst um sinn. Aðspurður um meiðsli Brynjars sagði Siggi: „Við vitum það ekki alveg, það er örugglega eitthvað liðband eða eitthvað svoleiðis. Ekkert krossband eða neitt þannig, við vonum bara að hann verði tilbúinn sem fyrst."

Viðtalið sem tekið var við Sigga eftir leik má sjá í heild í spilaranum hér að ofan. Hann telur möguleika Leiknis á að fara upp mjög mikla.
Athugasemdir
banner
banner
banner