Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. ágúst 2018 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Malmö á skriði - Glódís skoraði í 10-0 sigri
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið Glódísar skoraði 10 mörk og hún skoraði eitt þeirra.
Lið Glódísar skoraði 10 mörk og hún skoraði eitt þeirra.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason byrjaði og lék 76 mínútur þegar Malmö vann mjög öruggan sigur á Trelleborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Malmö sigraði 3-0 en öll mörkin komu í fyrri hálfleiknum.

Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi Trelleborg. Óttar er á láni frá Molde en hefur ekki verið að spila mikið fyrir Trelleborg.

Malmö hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið í fimmta sæti eftir erfiða byrjun. Liðið er eins og er átta stigum frá toppliði AIK. Trelleborg er á botni deildarinnar með 12 stig.

Sigur hjá Betu - Lið Glódísar skoraði 10
Það var góður dagur fyrir Íslendingaliðin í Svíþjóð, bæði í úrvalsdeild karla- og kvenna.

Kristianstad sem er með Elísabetu Gunnarsdóttur sem þjálfara sigraði Vaxjö 1-0. Sif Atladóttir lék ekki með Kristianstad í dag en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Kristianstad er í fjórða sæti með 23 stig, en markmiðið fyrir tímabilið var að blanda sér í toppbaráttuna.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði þá í 10-0 sigri Rosengård gegn Kalmar, já 10-0 sigri!

Glódís lék allan leikinn í vörninni og skoraði hún annað mark leiksins á 11. mínútu. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir Rosengård sem er í öðru sæti, einu stigi á eftir toppliði Pitea. Kalmar er langneðst í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner