Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. september 2018 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Axel Óskar gerði sigurmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark Viking þegar liðið sigraði Notodden í norsku B-deildinni í kvöld.

Viking komst yfir á 21. mínútu en Notodden jafnaði á 78. mínútu. Það stefndi í jafntefli en það var eitthvað sem Axel var ekki tilbúinn að sætta sig við. Hann skoraði nefnilega sigurmark liðsins á 89. mínútu leiksins.

Axel Óskar er stór og stæðilegur miðvörður sem er í láni hjá Viking frá Reading í Englandi.

Viking féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra en liðið er eftir þennan sigur í þriðja sæti norsku B-deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Álasunds, sem er mikið Íslendingalið. Með Álasundi leika Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson.

Sjá einnig:
Axel: Kominn með gjörsamlega nóg af unglingafótbolta
Athugasemdir
banner
banner