Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 18. september 2020 12:20
Magnús Már Einarsson
Ummælum Arnars vísað til aga- og úrskurðarnefndar
Arnar Már Guðjónsson fagnar sigri úr stúkunni fyrr á tímabilinu.
Arnar Már Guðjónsson fagnar sigri úr stúkunni fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað ummælum hjá Arnari Má Guðjónssyni leikmanni ÍA til aga- og úrskurðarnefndar sambandsins. Arnar Már var ósáttur við Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara í leik liðsins gegn Val í gær.

Í stöðunni 3-2 fyrir Val undir lok leiks vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendina á Rasmus Christiansen. Guðmudur Ársæll dæmdi ekkert.

„Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti! í kerfið. Væri gaman að heyra útskýringu frá honum á því," sagði Arnar Már á Twitter en hann hefur nú eytt færslu sinni.

Klara hefur nú vísað ummælunum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

„Aganefnd hefur ákveðið vinunulag í þessu og þetta fer í feril hjá henni," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Arnar Már hefur ekkert komið við sögu hjá ÍA í sumar en hann meiddist illa á hné gegn Val í fyrrasumar og hefur verið frá keppni síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner