Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Gæti Man City keypt De Jong í janúar?
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito segir að Barcelona sé tilbúið að selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong í janúarglugganum fyrir um 75 milljónir punda.

Xavi er mættur til að byggja upp nýtt lið en fjárhagsstaða félagsins er slæm og hann þarf að selja leikmenn fyrst ef hann ætlar að kaupa inn leikmenn.

Manchester City er meðal áhugasamra félaga sem hafa verið nefnd en hinn 24 ára De Jong gekk í raðir Barcelona 2019.

Hann lék lykilhlutverk undir stjórn Ronald Koeman og Xavi hefur sagt að hann sé aðdáandi leikmannsins.

„Hann er magnaður leikmaður og er óhræddur við að fá boltann á erfiðum svæðum. Hann mun ná langt," sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner