Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. desember 2018 10:06
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs tekur við Liechtenstein (Staðfest)
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Liechtenstein en þetta var staðfest á fréttamannafundi nú rétt í þessu. Helgi skrifaði undir tveggja ára samning.

Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Helgi væri í viðræðum við Liechtenstein. Þeim viðræðum lauk í gær og nú hefur Helgi skrifað undir.

Helgi var ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins sumarið 2016 og hann fór með liðinu á HM í Rússlandi. Þegar Erik Hamren tók við landsliðinu eftir HM lét Helgi af störfum.

Hinn 47 ára gamli Helgi hefur nú verið ráðinn þjálfari Liechtenstein fyrir undankeppni EM 2020.

Liechtenstein er í 173. sæti á styrkleikalista FIFA en liðið er með Ítalíu, Bosníu og Herzegóvínu, Finnlandi, Grikklandi og Armeníu í riðli í undankeppninni.

Rene Pauritsch, sem hefur þjálfað Liechtenstein frá 2013, lét af störfum eftir Þjóðadeildina en hann hefur tekið við starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá knattspyrnusambandi Liechtenstein.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner