Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. desember 2018 13:11
Magnús Már Einarsson
Pochettino um Man Utd: Sögusagnir skipta mig ekki máli
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United eftir að Jose Mourinho var rekinn í morgun.

Manhester United ætlar að ráða tímabundinn stjóra út tímabilið áður en nýr stjóri verður ráðinn næsta sumar. Orðrómur er um að Pochettino verði ofarlega á blaði hjá United næsta sumar.

Pochettino var með fréttamannafund nú rétt í þessu þar sem hann var að sjálfsögðu spurður út í fréttirnar af Mourinho sem og sögusagnir um að hann taki við United.

„Ég vil senda mínar bestu kveðjur til hans (Mourinho). Ég er mjög leiður yfir þessu, ég þekki hann vel og þetta eru leiðinlegar fréttir," sagði Pochettino.

„Það er ekki mitt mál hvað gerist hjá öðrum félögum. Ég vil bara senda mínar bestu kveðjur til Jose."

„Á mínum fimm árum hér afa ýmsar sögusagnir verið í gangi og ég virði skoðanir allra. Það koma margar sögusagnir en það skiptir mig ekki máli. Ég vil gera mitt besta hjá þessu félagi."

Athugasemdir
banner