Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. janúar 2019 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Swansea heldur sér í baráttunni
Oli McBurnie í leik með U21 landsliði Skota á Íslandi. Hér er hann í baráttu við Orra Sigurð Ómarsson.
Oli McBurnie í leik með U21 landsliði Skota á Íslandi. Hér er hann í baráttu við Orra Sigurð Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Swansea 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Oliver McBurnie ('65 )

Swansea vann mjög góðan sigur í lokaleik dagsins í Championship-deildinni.

Lærisveinar Graham Potter í Swansea tóku á móti Sheffield United á Liberty-vellinum í Wales.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Oliver McBurnie fyrir Swansea á 65. mínútu. McBurnie, sem er þekktastur fyrir það að spila með sokka sína mjög lágt niðri, skoraði þarna það sem reyndist vera eina mark leiksins.

Swansea heldur sér í baráttunni um umspilssæti með þessum sigri, en liðið er núna sex stigum frá Derby, sem er í sjötta sæti, síðasta sætinu sem getur þáttökurétt í umspilinu um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Swansea féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og dreymir um að komast beint upp aftur.

Sheffield United er í þriðja sæti, fjórum stigum frá toppsætinu.

Sjá einnig:
Championship: Birkir og Jón Daði spiluðu báðir - Leeds tapaði
Athugasemdir
banner
banner
banner