Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. janúar 2019 17:10
Arnar Helgi Magnússon
England: Liverpool og United með nauma sigra - Gylfi skoraði
Pogba fagnar marki sínu.
Pogba fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Salah sækir boltann í netið í dag.
Salah sækir boltann í netið í dag.
Mynd: Getty Images
Mark Gylfa dugði ekki til.
Mark Gylfa dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni var nú að ljúka rétt í þessu. Liverpool og Manchester United sigruði bæði sína leiki.

Paul Pogba kom Manchester United yfir á Old Trafford á 27. mínútu en spyrnuna fiskaði hann sjálfur. Pogba tók tilhlaupið fræga og setti boltann örugglega í netið.

Marcus Rashford tvöfaldaði forystu Manchester United á 42. mínútu með frábæru marki úr þröngu færi. Diogo Dalot með stoðsendinguna.

Pascal Groß minnkaði muninn á 72. mínútu en lengra komst Brighton ekki. Sjöundi sigurleikur Manchester United í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Það var rosalegur leikur sem að Liverpool og Crysta Palace buðu uppá á Anfield.

Andros Townsend kom Crystal Palace yfir á 34. mínútu eftir sendingu frá Wilfred Zaha. Þannig var staðan í hálfleik, 0-1.

Liverpool kom út í síðari hálfleikinn af miklum krafti og Mo Salah jafnaði leikinn strax á 47. mínútu leiksins. Bobby Firmino kom rauðklæddum síðan yfir tæpum sex mínútum síðar.

Crystal Palace gafst ekki upp og James Tomkins jafnaði leikinn í 2-2. Egypski töframaðurinn var ekki búinn að syngja sitt síðasta þegar að hann kom Liverpool yfir á nýjan leik. Sadio Mane gerði síðan út um leikinn í uppbótartíma þegar hann skoraði fjórða mark Liverpool.

Enn og aftur voru gestirnir ekki hættir því að Max Meyer klóraði í bakkann í uppbótartíma en lengra komust gestirnir ekki. Lokatölur 4-3, Liverpool í vil. James Milner fékk að líta sitt annað gula spjald á 89. mínútu og léku leikmenn Liverpool því einum færri síðustu mínúturnar.

Liverpool er með sjö stiga forskot á toppnum, en Man City getur minnkað það aftur í fjögur stig á morgun.


Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Everton í uppbótartíma gegn Southampton en það hafði því miður fyrir hann lítil áhrif þar sem að Southampton hafði skorað tvö mörk.

Öll úrslitin má sjá hér að neðan.

Bournemouth 2 - 0 West Ham
1-0 Callum Wilson ('54 )
2-0 Joshua King ('90 )

Liverpool 4 - 3 Crystal Palace
0-1 Andros Townsend ('34 )
1-1 Mohamed Salah ('46 )
2-1 Roberto Firmino ('53 )
2-2 James Tomkins ('65 )
3-2 Mohamed Salah ('75 )
4-2 Sadio Mane ('90 )
4-3 Max Meyer ('90 )
Rautt spjald:James Milner, Liverpool ('89)

Manchester Utd 2 - 1 Brighton
1-0 Paul Pogba ('27 , víti)
2-0 Marcus Rashford ('42 )
2-1 Pascal Gross ('72 )

Newcastle 3 - 0 Cardiff City
1-0 Fabian Schar ('24 )
2-0 Fabian Schar ('63 )
3-0 Ayoze ('90 )

Southampton 2 - 1 Everton
1-0 James Ward-Prowse ('50 )
1-1 Lucas Digne ('64 , sjálfsmark)
1-2 Gylfi Sigurdsson ('90 )

Watford 0 - 0 Burnley

Stórleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 17:30. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner