Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. janúar 2019 13:27
Oddur Stefánsson
Heimild: 90Min 
Klopp segir að Chamberlain muni spila á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Þjálfari Liverpool Jurgen Klopp fór yfir stöðu mála á líkamlegri heilsu Englendingsins Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur verið að glíma við erfið meiðsli á þessu tímabili.

Chamberlain meiddist illa í leik Liverpool og Roma í Meistaradeildinni á síðasta tímabili og voru sögusagnir um að hann myndi ekki spila með liðinu á þessu tímabili.

Hins vegar sagði Klopp í viðtali að Chamberlain sé að standa sig vel á æfingum og muni mögulega ná að spila með liðinu í titilbaráttunni á þessu tímabili.

„Alex er að batna, núna setti ég mikla pressu á læknateymið. Þegar ég sé hann hreyfa sig með bolta lítur hann mjög vel út." Sagði Klopp.

„Hann lítur út fyrir að vera í góðum málum, engin bólga, ég held að þið munið sjá hann á þessu tímabili."

Klopp sagði einnig að Dejan Lovren mun geta spilað gegn Leicester 29. janúar, en Gomez þarf lengri tíma til að jafna sig.

Liverpool spilar gegn Crystal Palace í dag og getur náð sjö stiga forskoti á Manchester City sem spilar við Huddersfield á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner