Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. apríl 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man City búið að krækja í Kluiverth Aguilar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Club Alianza Lima í Perú er búið að staðfesta yfirvofandi félagaskipti Kluiverth Aguilar til Englandsmeistara Manchester City.

Aguilar er hægri bakvörður sem má ekki ganga í raðir Man City fyrr en hann verður átján ára gamall. Það mun ekki gerast fyrr en á næsta ári.

Varnarmaðurinn er sextán ára sem stendur en verður sautján ára eftir nokkrar vikur. Hann mun því flytja til Englands á næsta ári, sumarið 2021.

Kaupverðið er óuppgefið en það er talið nema þremur milljónum evra, auk ýmissa ákvæða.

Aguilar er lykilmaður í U17 landsliði Perú og stóð sig vel með U23 landsliðinu í undankeppni fyrir Ólympíuleikana.


Athugasemdir
banner