Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júní 2022 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Götze fer til Eintracht Frankfurt
Mario Götze er á leið aftur til Þýskalands
Mario Götze er á leið aftur til Þýskalands
Mynd: PSV
Mario Götze er á heimleið eftir að hafa spilað fyrir PSV í Hollandi síðastliðin tvö ár en hann mun ganga í raðir Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Götze, sem er þrítugur í dag, var eitt sinn titlaður sem vonarstjarna Þýskalands.

Hann var frábær með Borussia Dortmund áður en hann gekk í raðir Bayern München árið 2013. Fyrsta tímabilið hans þar var kaflaskipt en tókst þó að skora 15 mörk.

Götze gerði sigurmark þýska landsliðsins í úrslitaleik HM gegn Argentínu árið 2014 en eftir það fór ferillinn niður á við. Meiðsli settu strik í reikninginn en þá gekk honum illa að halda sér í standi.

Hann snéri aftur í Borussia Dortmund og náði sér aldrei almennilega á flug þar áður en hann fór á frjálsri sölu til PSV fyrir tveimur árum.

Þjóðverjinn var með bestu mönnum PSV þar sem hann kom að 23 mörkum á tímabilinu en samningur hans rennur út á næsta ári. Hann er með 4,8 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum og hefur Frankfurt virkjað það.

Hann hefur þegar náð samkomulagi við Frankfurt og verður gengið frá helstu smáatriðum á næstu dögum en hann var einnig orðaður við Benfica og Inter Miami.
Athugasemdir
banner
banner