Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júní 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er meðalaldur liða í Bestu deildunum
KR er með elsta liðið í Bestu deild karla.
KR er með elsta liðið í Bestu deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
En í Bestu deild kvenna er KR með yngsta liðið.
En í Bestu deild kvenna er KR með yngsta liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Meðalaldur liða í Bestu deild kvenna er mun minni en í Bestu deild karla ef rýnt er í gögnin frá WyScout.

Meðalaldur liða í Bestu deild karla í sumar hefur verið 26,45 ár á meðalaldur liða í Bestu deild kvenna er 23,72 ár.

KR er með elsta liðið í Bestu deild karla og Leiknismenn eru með yngsta liðið. Í Bestu deild kvenna eru Íslandsmeistarar Vals með elsta liðið og nýliðar KR með yngsta liðið .

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar í heild sinni þegar litið er á meðalaldur liða í sumar.

Besta deild karla
KR, 29,1 ár
FH, 28,5 ár
Valur, 27,7 ár
KA, 26,7 ár
ÍBV, 26,6 ár
Fram 26,5 ár
Breiðablik, 26,2 ár
Stjarnan, 25,8 ár
Keflavík, 25,8 ár
Víkingur, 24,9 ár
ÍA, 24,9 ár
Leiknir R., 24,7 ár

Besta deild kvenna
Valur, 26,4 ár
Stjarnan, 26,1 ár
Breiðablik, 24,4 ár
Selfoss, 24,3 ár
ÍBV, 24 ár
Keflavík, 23,7 ár
Þróttur R., 22,4 ár
Þór/KA, 22,3 ár
Afturelding, 21,9 ár
KR, 21,7 ár
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner