Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júní 2022 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Turner ætlar að berjast við Ramsdale um byrjunarliðssætið
Mynd: Getty Images

Bandaríski markvörðurinn Matt Turner skrifaði undir samning við Arsenal í vetur og er að flytja til Englands.


Turner er fenginn til að vera varamarkvörður fyrir Aaron Ramsdale hjá Arsenal. Turner vill berjast við Ramsdale um byrjunarliðssæti en Rúnar Alex Rúnarsson er einnig samningsbundinn félaginu.

Turner fer í læknisskoðun á miðvikudaginn og verður þá orðinn að leikmanni Arsenal. Turner er 27 ára gamall og á 18 landsleiki að baki.

„Aaron er búinn að vera frábær hjá Arsenal en ég ætla að koma til félagsins og verða að besta markverði sem ég get orðið. Ég mun berjast við hann um sætið og það mun gera hann að betri markverði, við munum bæta hvorn annan," sagði Turner þegar hann var spurður út í hlutverk sitt sem varamarkvörður.

„Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu hjá Arsenal og vil vera mikilvægur partur af búningsklefanum. Markmiðið mitt er að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner