Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. júlí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki útlendingalottó fyrir Nik - Nær lengra en Youtube
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain, þjálfara Þróttar, virðist alltaf takast að vinna í útlendingalottóinu - það er að segja þegar kemur að ná í leikmenn erlendis frá.

Það er eiginlega ekki hægt að kalla það lottó þegar kemur að þjálfara Þróttar.

Það er ekki fyrir alla að fá leikmenn erlendis frá, sem koma hingað til lands og standa mjög vel. Í tilfelli Nik þá virðist honum nánast alltaf takast það; Lauren Wade, Stephanie Ribeiro, Mary Alice Vignola, Katie Cousins og fleiri mætti nefna. Leikmenn sem hafa blómstrað í Þrótti, leikmenn sem Englendingurinn Nik hefur fengið til félagsins.

Nýjasta dæmið er hin bandaríska Dani Rhodes sem er bara búin að spila 20 mínútur rúmlega fyrir Þrótt. Hún kom inn á sem varamaður í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna og breytti leiknum gjörsamlega til hins betra fyrir Þróttara. Hún skoraði og átti stóran þátt í öðru marki líka.

„Hún kom í gærmorgun, hún æfði með okkur um kvöldið og hafði mikil áhrif á leikinn," sagði Nik þegar hann var spurður út í Rhodes eftir sigurinn á FH.

Hann var einnig spurður að því hvernig honum takist að fá alltaf svona öfluga útlendinga í Þrótt.

„Það er mikil erfiðisvinna," svaraði Nik. „Við reynum alltaf að finna leikmann sem hentar okkur. Ég held að lið semji stundum við leikmenn út frá því hvað þær hafa gert áður. Ég skoða meira leikmenn meira út frá því hvort þær henti því sem við erum að reyna að búa til hérna."

Það er þá meira en bara að skoða nokkur Youtube myndbönd? „Já, klárlega," sagði Nik og hló.
Nik stoltur: Ég vil mæta Breiðabliki í úrslitaleiknum
Athugasemdir
banner
banner