Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. október 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte: Töpuðum fyrir Ronaldo en ekki Man Utd
Mynd: Getty Images

Manchester United fær Tottenham í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Tottenham hefur harma að hefna þar sem liðið tapaði báðum viðureignum þessara liða á síðasta tímabili.


Leikur liðana á Old Trafford á síðustu leiktíð lauk með 3-2 sigri heimamanna en Cristiano Ronaldo skoraði þrennu.

„Á síðustu leiktíð skoraði hann þrennu á móti okkur, við erum að tala um magnaðan leikmann, við erum að tala um leikmann sem gerir gæfumuninn aftur og aftur fyrir sitt lið," sagði Conte.

„Ég dáist af honum fyrir hversu mikill atvinnumaður hann er en ég vona að hann verði rólegur, ekki eins og á síðustu leiktíð þegar hann skoraði þrjú. Við töpuðum fyrir Ronaldo en ekki Manchester United þá því við spiluðum mjög vel."


Athugasemdir
banner
banner