Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. nóvember 2021 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lingard enn stór hluti af liðinu"
Mynd: EPA
Jesse Lingard verður samningslaus næsta sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning við Manchester United.

Sjá einnig:
AC Milan vill fá Lingard á frjálsri sölu
Brotin loforð Solskjær vekja reiði

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var spurður út í Lingard á fréttamannafundi í dag. Solskjær segist ekki hafa verið mikið viðloðinn samningsviðræðurnar sem sigldu í strand í vikunni.

„Jessie er að æfa mjög vel og er klár í slaginn. Hann er vonsvikinn að hafa ekki fengið að spila meira. Frá mér séð er hann enn stór hluti af þessu liði og mikilvægur hlekkur. Hann kemur með gæði inn í hópinn á hverjum degi," sagði Solskjær.

„Allir leikmenn vilja spila eins mikið og mögulegt er, það á við um Jesse og alla mína leikmenn. Þeir leggja hart að sér og ekki hægt að saka þá um hugarfarið þegar það þarf á þeim að halda."

„Jesse hefur gert vel þegar hann hefur spilað og hann mun spila hlutverk í komandi leikjum."


Manchester United mætir Watford klukkan 15:00 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner