Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. desember 2018 13:17
Elvar Geir Magnússon
Fellaini þriðji launahæsti leikmaður Man Utd
Fellaini fagnar marki.
Fellaini fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Eladio Parames, talsmaður Jose Mourinho, fullyrðir að belgíski miðjumaðurinn Marouane Fellaini sé þriðji launahæsti leikmaður Manchester United.

Fellaini, sem er 31 árs, skrifaði undir tveggja ára samning við Manchester United í sumar. Hann hefur aðeins byrjað sex úrvalsdeildarleiki á yfirstandandi tímabili.

Parames hefur gangrýnt framkvæmdastjóra United, Ed Woodward, eftir að Mourinho var rekinn í gær.

„Þetta er gott dæmi um það sem er í gangi hjá Manchester United. Ef það hefði verið gerður samningur við Fellaini fyrr hefði hann ekki kostað helminginn af því sem hann kostar í dag," segir Parames.

„Herra Ed gerði hann að þriðja launahæsta leikmanni félagsins. Sama er í gangi með David de Gea sem hefði getað gert nýjan samning fyrir tveimur árum. Samningur hans fer að renna út núna og það þarf að borga honum formúu. Þvílík stjórnun sem þetta er!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner