Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 19. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Varane stoltur af franska liðinu
Mynd: EPA
„Við erum rosalega vonsviknir og gáfum allt í þetta. Við þurftum að komast yfir margar hindranir á mótinu en gáfumst ekki upp,“ sagði Raphael Varane, varnarmaður franska landsliðsins, eftir tapið gegn Argentínu í úrslitaleik HM í gær.

Varane var fastamaður í liði Frakka á mótinu og spilaði í heimsklassa eins og flestir liðsfélagar hans en liðið tapaði á svekkjandi hátt í vítakeppni á Lusail-vellinum.

Frakkar þurftu, eins og Varane kom inná, að komast yfir ákveðnar hindranir. Leikmenn fengu flensu stuttu fyrir leikinn en náðu að jafna sig í tæka tíð.

„Það var klukkutími af leiknum þar sem við vorum ekki með en við hefðum líka getað unnið leikinn. Ég er stoltur af hópnum og er stoltur Frakki. Við höldum áfram með höfuðið hátt,“ sagði Varane enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner