Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. janúar 2019 06:00
Hafliði Breiðfjörð
1000 stelpur keppa á TVG-Zimsen mótinu í Kórnum
Mynd: Aðsend
Um eitt þúsund stúlkur í 5.-8. flokki keppa um helgina í TVG-Zimsen mótinu í fótbolta í Kórnum í Kópavogi.

HK-Víkingur heldur mótið sem hófst í morgun. Leikgleðin skein úr andlitum fótboltastjarna framtíðarinnar í dag og stelpurnar gáfu ekkert eftir þótt veður í höfuðborginni væri meira í anda skíðaiðkunar en fótbolta.

TVG-Zimsen hefur stutt við bakið á mörgum íþróttafélögum í gegnum tíðina og komið að hinum ýmsu viðburðum en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kemur að heilu móti með þessum hætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner