Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. janúar 2019 11:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Napoli: Frábært tækifæri sem fór forgörðum
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn sterki Kalidou Koulibaly mun missa af leik Napoli gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Koulibaly var sendur af velli gegn Inter á öðrum degi jóla, þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann fékk gult spjald fyrir tæklingu og ákvað síðan að klappa fyrir ákvörðun dómarans og uppskar þá annað gult spjald og þar með rautt.

Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, sagði eftir leikinn að Koulibaly hefði verið pirraður í leiknum enda hafi stuðningsmenn Inter gert apahljóð í átt að honum allan leikinn.

Napoli bað dómarann þrisvar um að stöðva leikinn vegna kynþáttafordóma í garð Koulibaly.

Napoli áfrýjaði rauða spjaldinu sem Koulibaly fékk, en áfrýjuninni var hafnað. „Óviðunandi andrúmsloftið sem skapaðist á leikvangnum í leiknum réttlætir ekki og má ekki vera notað af íþróttamanni til að hæðast að dómaranum, eða til að réttlæta ofbeldisverk," sagði í yfirlýsingu frá ítalska knattspyrnusambandinu.

Napoli sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Napoli sagði að knattspyrnusambandið hefði misst af frábæru tækifæri til að berjast gegn kynþáttafordómum.

„Það hefði átt að aflétta banni Koulibaly sama hvað reglurnar segja," sagði í yfirlýsingunni.

„Það fór frábært tækifæri forgörðum í dag. Þetta sannar að það er margt sem þarf að laga og margt sem þarf að breytast, það er sorglegt."

Sjá einnig:
Napoli fær ekki leyfi en ætlar samt að ganga út af
Athugasemdir
banner
banner
banner