Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. júlí 2022 21:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM kvenna: Þær ensku komu til baka eftir framlengdan leik
Georgia Stanway neglir boltanum í netið
Georgia Stanway neglir boltanum í netið
Mynd: EPA
Mynd: EPA

England W 2 - 1 Spain W
0-1 Esther Gonzalez Rodriguez ('54 )
1-1 Ella Toone ('84 )
2-1 Georgia Stanway ('96 )


England og Spánn mættust í fyrstu viðureigninni í 8 liða úrslitum EM á Englandi í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn ferkar lokaður en þær spænsku voru þó líklegri. Heimakonur voru þó fyrri til að koma boltanum í netið, eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu kom Ellen White boltanum í netið.

Luzy Bonze var hins vegar rangstæð í aðdragandanum og markið dæmt af.

Þær spænsku komust yfir snemma í síðari hálfleik en Esther Gonzalez Rodriguez skoraði eftir sendingu frá Athenea del Castillo sem hafði komið inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks.

Það stefndi í sigur Spánverja en gegn gangi leiksins náði Ella Toone að jafna metin á 84. mínútu og tryggja Englandi framlengingu. Þær spænsku voru orðnar þreyttar og Englendingar voru sterkari undir lokin.

Þær héldu áfram í framlengingunni og Georgia Stanway kom Englandi yfir eftir sex mínútna leik í framlengingunni.


Athugasemdir
banner
banner
banner