Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. júlí 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall gæti spilað þrjá leiki í viðbót - „Skil vel ef hann vill taka sér hlé"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Víkingur mætir TNS frá Wales á Víkingsvellinum í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun. Blikar mæta Buducnost Podgorica á Kópavogsvelli.

Síðari leikirnir eru á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku ytra.


Ef liðin komast áfram í næstu umferð verður spilað um Verslunarmannahelgina í Mjólkurbikarnum. Kristall Máni Ingason leikmaður Víkings er búinn að semja við Rosenborg í Noregi en hann fer um mánaðarmótin.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var til viðtals hjá Fótbolta.net í dag. Hann var spurður út í stöðuna hjá Kristal.

„Hann fer 1. ágúst þannig hann nær líka seinni Evrópuleiknum. Svo fer eftir því hvernig leikjaniðurröðunin verður um Verslunarmannahelgina þá ætti hann mögulega að ná honum," sagði Arnar.

Hann gæti þó fengið frí frá einhverjum af þessum leikjum til að undirbúa sig fyrir átökin í Noregi.

„Ég skil það vel ef hann vill taka sér hlé ef hann vill vera ferskari fyrir átökin í Noregi en þekkjandi hann þá vill hann bara spila fótbolta."


Kristall Máni: Ég held að þetta sé síðasti leikurinn minn í deildinni
Eins og hjá bresku liði á tíunda áratugnum - „Engin fallhlíf lengur"
Athugasemdir
banner
banner
banner