Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. september 2022 08:19
Elvar Geir Magnússon
Henderson bætist við enska landsliðshópinn
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem er að fara að mæta Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni.

Henderson hefur jafnað sig af meiðslum aftan í læri en þau meiðsli voru ástæða þess að Gareth Southgate valdi hann ekki upphaflega í hópinn.

Hinn 32 ára gamli Henderson kemur inn í hópinn í stað Kalvin Phillips, miðjumanns Manchester City, sem er meiddur á öxl.

Henderson hefur spilað 69 landsleiki en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum Liverpool. Á þessu ári hefur hann aðeins spilað einn landsleik, 2-1 sigurleik gegn Sviss í mars.

England mætir Evrópumeisturum Ítalíu í Mílanó á föstudag og Þýskalandi á Wembley á mánudag.

Markverðir: Nick Pope (Newcastle), Aaron Ramsdale (Arsenal), Dean Henderson (Nottingham Forest, on loan from Manchester United).

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (á láni hjá Everton frá Wolves), Eric Dier (Tottenham), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Fikayo Tomori (AC Milan), Kieran Trippier (Newcastle), Kyle Walker (Manchester City).

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Mason Mount (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton).

Sóknarmenn: Tammy Abraham (Roma), Jarrod Bowen (West Ham), Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Bukayo Saka (Arsenal), Raheem Sterling (Chelsea), Ivan Toney (Brentford).
Athugasemdir
banner
banner