Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. september 2022 11:33
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Íslendingaliðsins FCK rekinn (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn eru búnir að reka þjálfarann Jess Thorup. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Gengi FCK á nýju tímabili hefur verið langt undir væntingum og liðið situr í níunda sæti.

Íslensku landsliðsmennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson spila fyrir FCK og einnig U21 landsliðsmaðurinn Orri Óskarsson.

Thorup er 52 ára og hefur verið hjá FCK síðan í nóvember 2020 þegar hann kom frá Genk. Samningur hans við FCK átti að renna út 2024.

Jacob Neestrup hefur verið ráðinn aðalþjálfari til 2026 en hann var aðstoðarþjálfari liðsins. Neestrup er 34 ára og lék með FH sumarið 2010, lék þá sex leiki í Pepsi-deildinni. Hann stýrði liði Viborg áður en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari FCK árið 2021.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner