Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. nóvember 2021 10:00
Victor Pálsson
Hasenhuttl kallar eftir meiri vernd
Mynd: EPA
Dómarar ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að gera betur í að vernda bakvörðinn Timo Livramento sem spilar með Southampton.

Þetta segir Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, en Livramento er 19 ára gamall og hefur sprungið út hjá enska félaginu á þessu tímabili.

Livramento kom til Southampton frá Chelsea í sumar og hefur spilað 11 deildarleiki til þessa og skorað eitt mark.

Leikmaðurinn er mjög sóknarsinnaður og eiga aðrir varnarmenn það til að þruma hann niður sem gæti að lokum endað með slæmum meiðslum.

„Það er alltaf gott að hann sé líflegur og að það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann meiðist ekki þá er þetta í lagi," sagði Hasenhuttl.

„Við þurfum að sjá um hann og dómararnir þurfa einnig að vernda hann þegar staðan er eins og í síðasta leik er andstæðingur átti að fá rautt spjald eftir 30 mínútur."

„Þeir þurfa að vera með augun opin í þessari stöðu. Ég er þó ekki hræddur fyrir hans hönd því hann er með gæðin í þetta. Það er það sem ég vil sjá."

Athugasemdir
banner
banner