Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 20. nóvember 2021 09:30
Victor Pálsson
Lykilmenn framlengja við Ægi
Mynd: Ægir
Nokkrir lykilmenn hafa framlengt samning sína við lið Ægis sem spilar í 2. deildinni næsta sumar.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins en leikmennirnir eru þeir Þorkell Þráinsson, Ragnar Páll Sigurðsson, Stefán Blær Jóhannsson, Brynjólfur Þór Eyþórsson og Arilíus Óskarsson.

Þeir spiluðu allir stórt hlutverk í að koma liðinu upp um deild í sumar og eru þetta gleðifréttir fyrir félagið.

Tilkynning Ægis:

Lykilmenn framlengja!

Það gleður okkur að tilkynna það að lykilmennirnir Þorkell Þráinsson, Ragnar Páll Sigurðsson, Stefán Blær Jóhannsson, Brynjólfur Þór Eyþórsson og Arilíus Óskarsson hafa endurnýjað samninga sína við okkur Ægismenn.

Keli er varnarmaður sem er fæddur árið 1994 og hefur verið fyrirliði okkar síðustu árin, sannkallað one club legend sem á 187 leiki í deild og bikar þar sem hann hefur skorað 20 mörk.

Raggi er varnar og miðjumaður sem er fæddur árið 2000, hann kom til okkar frá Leikni Reykjavík fyrir tímabilið 2020, Raggi hefur spilað 40 leiki í deild og bikar á þessum tveimur tímabilum en á enn eftir að finna markaskóna, hann er þó ansi öflugur leikmaður og skilar sínu 120% á öðrum sviðum en í markaskorun og kunnum við gríðarlega að meta framlag Ragga bæði innan og utan vallar.

Stebbi er stór og stæðilegur markvörður, fæddur árið 2000 sem hefur verið hjá okkur síðan fyrir tímabilið 2020, Stebbi hefur spilað 15 leiki fyrir félagið, þar af 14 leiki í sumar og staðið sig vel.

Binni er sóknarmaður sem er fæddur árið 2001, hann kom til okkar frá Selfossi fyrir tímabilið 2020 og hefur síðan þá spilað 44 leiki fyrir Ægi í deild og bikar og skorað 15 mörk, þar af 11 núna í sumar.

Alli er mjög fjölhæfur leikmaður sem er fæddur árið 1998, Alli kom til okkar Ægismanna fyrir sumarið og stóð sig hrikalega vel, hann spilaði 22 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim 2 mörk.

Það er gríðarleg ánægja með að þessir leikmenn hafi allir tekið slaginn með okkur áfram í 2. deildinni á næsta ári og eru miklar vonir bundnar við samstarfið.

Spennandi tímar í Þorlákshöfn.
Áfram Ægir!
Athugasemdir
banner
banner
banner