Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. janúar 2019 08:40
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Man Utd berjast um miðjumann Benfica
Powerade
Joao Felix er orðaður við Liverpool og Manchester United.
Joao Felix er orðaður við Liverpool og Manchester United.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll er orðaður við Tottenham.
Andy Carroll er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði en í dag eru 10 dagar í gluggadaginn sjálfan. Kíkjum á slúðrið!



Andy Carroll (30), framherji West Ham, er óvænt á óskalista Tottenham eftir meiðsli Harry Kane. (Sun)

Eden Hazard (28) fer ekki frá Chelsea til Real Madrid í þessum mánuði en hann vill fara þangað í sumar. (Marca)

Chelsea er að ganga frá lánssamningi við Juventus um að fá framherjann Gonzalo Higuain (24). Varnarmaðurinn Emerson Palmieri (24) gæti farið til Juventus í staðinn á fimmtán milljónir punda. (Star)

Higuain (31) mætir til London á morgun til að ganga frá samningum. (Express)

AC Milan hefur náð samkomulagi við Genoa um kaup á pólska framherjanum Krzysztof Piatek (23) á 30,9 milljónir punda. (Guardian)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, ferðaðist til Amsterdam um helgina til að sannfæra miðjumanninn Frenkie de Jong (21) um að koma til félagsins frekar en að fara til PSG. (Mail)

Juvents er nálægt því að fá varnarmanninn Matteo Darmian (29) á láni frá Manchester United. (Guardian)

James Rodriguez (27) ætlar að hafna Arsenal og vera frekar áfram á láni hjá Bayern Munchen frá Real Madrid. (ESPN)

Manchester United gæti barist við Liverpool um Joao Felix (19) miðjumann Benfica. (Star)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segist ekki ætla að breyta leikstíl liðsins eftir tap gegn Arsenal um helgina. Hann segir að leikmenn þurfi að aðlagast leikstílnum. (Times)

Chelsea hefur lagt fram tilboð í Ilaix Moriba (16) miðjumann Barcelona en Manchester City vill líka fá hann í sínar raðir. (Sport)

Unai Emery, stjóri Arsenal, gæti verið tilbúinn að taka Mesut Özil (30) aftur í liðið. (Times)

Jurgen Klopp, stjóri Liveprool, ætlar ekki að kaupa leikmenn í þessum mánuði þrátt fyrir meiðslavandræði í vörninni. (Liverpool cho)

Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarstjóri Liverpool, hefur loksins náð samkomulagi um starfslokasamning hjá félaginu en hann hætti störfum síðastliðið vor. (Liverpool Echo)

Thierry Henry, þjálfari Mónakó, gæti barist við Arsenal um Gelson Martins (23) kantmann Atletico Madrid. (Express)

Adrien Silva (29) miðjumaður Leicester vill fara til Bordeaux á láni. (L'Equipe)

Eder Militao, varnarmaður Porto, fer ekki frá félaginu í þessum mánuði. Eder hefur verið orðaður við Manchester United en umboðsmaður hans segir að hann gæti farið til Spánar næsta sumar. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner