Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. mars 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wamangituka sleit krossband gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Silas Wamangituka þykir einn af efnilegri framherjum þýska boltans en hann verður frá næstu mánuðina eftir að hafa lent í slæmum meiðslum.

Wamangituka sleit krossband á hægra hné í 4-0 tapi á útivelli gegn FC Bayern um helgina.

Ungstirnið reiðir sig mikið á sprengikraft, hraða og tækni í leik sínum þar sem hann er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknarmaður.

Wamangituka, sem er frá Kongó, er búinn að skora 11 mörk í 25 leikjum í þýsku deildinni á tímabilinu. Hann er 21 árs gamall.

„Þetta eru súrar fréttir, hans verður sárt saknað. Hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagði Sven Mislintat, yfirmaður íþróttamála hjá Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner