Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. ágúst 2021 08:30
Victor Pálsson
Telur að Gilmour hafi tekið rétt skref
Mynd: EPA
Alan Hutton, fyrrum landsliðsmaður Skotlands, er ánægður með landa sinn Billy Gilmour sem samdi við Norwich í sumar.

Gilmour er samningsbundinn Chelsea en ákvað að ganga í raðir Norwich á láni til að fá frekari mínútur.

Hutton er sannfærður um að Gilmour vilji ná árangri hjá Chelsea en það gæti tekið sinn tíma.

„Ég held að hann hafi gert rétt. Hann hefði getað verið á bekknum hjá Chelsea og vonast eftir tækifæri en það hefði líklega ekki gerst," sagði Hutton.

„Það hentar honum að fá að spila leiki og láta ljós sitt skína. Hann mun vilja fara aftur til Chelsea og spila þar. Sem Skoti þá gæti hann verið maðurinn sem við leitum til í langan tíma."

„Þarna er tækifæri fyrir hann að komast í liðið og skína. Hann er með allt til að verða topp miðjumaður."

Athugasemdir
banner
banner