Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. desember 2022 23:46
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ekki spyrja mig að þessu
Erik Ten Hag
Erik Ten Hag
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Glazer-fjölskyldan er opin fyrir sölu
Glazer-fjölskyldan er opin fyrir sölu
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var sáttur með 2-0 sigurinn á Burnley, sem kom liðinu í 8-liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld.

Það var smá ryð í liði United en hann var þó ánægður með margt úr leiknum. Christian Eriksen skoraði fyrra markið eftir mjög gott spil á milli leikmanna United.

„Það var erfitt að fá pressuna en það tókst og þurfum að nýta okkur það betur. Það er enn svigrúm til bætinga en ég er ánægður með sigurinn.“

„Leikmennirnir eru hungraðir eftir HM-hléið og það var frábært að sjá fyrsta markið, sem var alvöru liðsmark,“
sagði Ten Hag.

Rashford gerði annað marki eftir frábært einstaklingsframtak en framherjinn keyrði upp allan völlinn, tók þreföld skæri áður en hann þrumaði boltanum í vinstra hornið.

„Hann var frábær. Mér fannst hann vera stanslaus ógn og að spila við öftustu línu. Hann var hættulegur þegar hann var að rekja boltann og með hreyfingum sínum. Hann hleypur svo mikið og maður hagnast á því á endanum.“

Það vantar enn nokkra leikmenn í hópinn. Miðvarðarteymið Lisandro Martínez og Raphael Varane spiluðu úrslitaleikinn á HM, en Martínez er enn fagnandi í Argentínu.

„Fagnaðarlætin eru enn í gangi í Argentínu, þaning sjáum til. Enska úrvalsdeildin er klár í að byrja og við verðum klárir fyrir það,“ sagði Ten Hag, en hann gaf engin svör hvenær Jadon Sancho mun snúa aftur.

Eigendur Manchester United sendu frá sér yfirlýsingu stuttu fyrir HM þar sem greint var frá því að þeir væru tilbúnir að skoða þann möguleika að selja félagið en Ten Hag var spurður hvort það væru nýjar fréttir af því og var hann ekki sáttur með þá spurningu.

„Nei. Ekki spyrja mig að þessari spurningu. Ég hugsa bara um liðið.

United er áfram í 8-liða úrslit en það verður dregið eftir leik Liverpool og Manchester City á morgun.

„Við verðum að bíða og sjá hvernig drátturinn fer, en við viljum vinna alla leiki. Við munum undirbúa okkur vel fyrir hvern einasta leik,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner