Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 22. janúar 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Markalaust í fyrsta sinn síðan 2007
Mynd: Getty Images
Lazio 0 - 0 Atalanta

Lazio og Atalanta áttust við í síðasta leik kvöldsins í ítalska boltanum.

Það ríkir vanalega mikil eftirvænting fyrir þessari viðureign enda eru hér tvö afar skemmtileg sóknarlið á ferðinni.

Það var þó ekki raunin í kvöld þar sem Atalanta vantaði hálft byrjunarliðið sitt vegna Covid smita. Gestirnir voru aðeins með tvo menn úr aðalliðshópnum á varamannabekknum og þá var hinn tvítugi Roberto Piccoli einn í fremstu víglínu.

Gian Piero Gasperini þjálfari Atalanta á mikið lof skilið fyrir frammistöðu sinna manna gegn sóknarglöðu liði Lazio sem átti engin svör við öflugri varnartaktík gestanna.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og er það í fyrsta sinn síðan 2007 sem liðin skilja jöfn án þess að skora. Í síðustu sex innbyrðisviðureignum fyrir þessa voru skoruð 29 mörk, eða rétt tæplega fimm á leik.

Atalanta er í fjórða sæti eftir jafnteflið, tíu stigum eftir toppliði Inter og tveimur stigum fyrir ofan Juventus. Lazio er í fimmta sæti, fimm stigum eftir Juve.
Athugasemdir
banner
banner