Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. apríl 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Ekki hægt að kaupa Haaland og Mbappe án Ofurdeildarinnar"
Florentino Perez, forseti Real Madrid ásamt Josep Bartomeu, fyrrum forseta Barcelona
Florentino Perez, forseti Real Madrid ásamt Josep Bartomeu, fyrrum forseta Barcelona
Mynd: EPA
Kylian Mbappe fer líklega ekki til Real Madrid í sumar
Kylian Mbappe fer líklega ekki til Real Madrid í sumar
Mynd: Getty Images
Sumarið hjá spænska félaginu verður rólegt ef marka má orð Florentino Perez, forseta félagsins, í viðtali við El Larguero.

Perez er stjórnarformaður Ofurdeildarinnar en Real Madrid er aðeins eitt af fjórum liðum sem eru enn partur af henni.

Hún var sett á laggirnar á sunnudag en tólf félög komu að stofnun hennar. Öll sex liðin frá Englandi hættu við þátttöku eftir mikil mótmæli frá stuðningsmönnum, UEFA og enska knattspyrnusambandinu.

Milan og Inter drógu þá þátttöku sína til baka en Juventus Atlético, Barcelona og Real Madrid hafa ekki gert það. Perez segir nú ómögulegt fyrir Madrídinga að versla öfluga leikmenn í sumar.

„Það verður ekkert um stór kaup í sumar. Þegar peningurinn flæðir ekki frá ríku félögunum til fátækra félaga þá þjást allir því miður," sagði Perez.

„Það er ómögulegt að kaupa Kylian Mbappe og Erling Braut Haaland, ekki bara fyrir Real Madrid, heldur án Ofurdeildarinnar."

„Það er enginn stuðningsmaður að fara skjóta sig í hausinn ef við kaupum ekki Mbappe í sumar. Þeir vita að við munum reyna okkar besta og ef það er ekki hægt þá er ástæðan sú að það er ómögulegt."

„Þetta fer eftir stöðunni á Real Madrid. Við erum að þéna 300 milljónum evra minna en á síðasta ári. Við þurfum að selja leikmenn og gera einhverja hluti. Ég hef gert það sem ég get og hef gert það ágætlega. Þrátt fyrir að nokkrir einstaklingar segi að ég viti ekkert um fótbolta."

„Ég veit hvernig það er að koma inn í félag þar sem fólk fékk ekki borgað. Ég gerði allt sem ég gat og breytti heiminum með Galacticos og tapaði þá 30-40 milljónum evra á ári til að láta það verða að veruleika,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner