Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. maí 2019 07:00
Arnar Daði Arnarsson
Fyrrum leikmaður Einherja tvöfaldur meistari með Juventus
Doris Bacic ásamt Einherja liðinu, sumarið 2017.
Doris Bacic ásamt Einherja liðinu, sumarið 2017.
Mynd: Aðsend
Króatíski markvörðurinn, Doris Bačić sem lék í marki Einherja sumarið 2017 í 2. deildinni varð á dögunum Ítalíumeistari með Juventus.

Doris lék 16 leiki með Einherja í deild og bikar er liðið hafnaði í næsta neðsta sæti 2. deildarinnar með níu stig.

Í kjölfarið skipti hún yfir til Anderlecht í Belgíu en lék á síðasta tímabili með Juventus á Ítalíu. Þar lék hún tíu leiki með liðinu. Hún á 32 leiki að baki með króatíska landsliðinu en hún er 24 ára.

Doris Bačić og liðsfélagar hennar unnu einnig Fiorentina í úrslitaleik ítalska bikarsins og því urðu þær tvöfaldir meistarar í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner