Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. júní 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Moyes: Við erum allir svekktir
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
West Ham heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun en Hamrarnir töpuðu gegn Úlfunum um helgina. David Moyes og lærisveinar eru aðeins markatölunni frá því að vera í fallsæti.

„Við erum allir svekktir en við náðum því úr kerfinu á sunnudag. Við gerðum ýmislegt í þessum leik gegn Úlfunum sem við erum ánægðir með og annað sem var ekki svo gott. Við reynum að bæta leik okkar," segir Moyes.

„Eitt af vandamálunum var færasköpun en Úlfarnir eru mjög öflugir varnarlega og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fengum líklega besta færi leiksins í fyrri hálfleik en nýttum það ekki. Við þurfum að skapa fleiri færi og nýta þau betur."

Moyes segist telja að West Ham verði í fínu lagi á þessu tímabili en þurfi að sýna það.

„Við eigum leiki sem við getum unnið og ég er bjartsýnn," segir Moyes.

Snodgrass gæti verið lengi frá
Moyes hefur áhyggjur af því að Robert Snodgrass gæti verið lengi frá en skoski landsliðsmaðurinn á í vandræðum með bakið á sér. Hans hefur verið saknað í sóknarleik West Ham.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner