Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. júlí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Klopp segist vera mikill aðdáandi Pulisic
Christian Pulisic er virkilega spennandi leikmaður.
Christian Pulisic er virkilega spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hefur greint frá einlægri aðdáun sinni á Christian Pulisic, leikmanni Borrusia Dortmund fyrir viðureign liðanna í kvöld í International Champions Cup sem fram fer í Bandaríkjunum.

13 milljóna punda tilboði Liverpool í leikmanninn var hafnað í ágúst 2016 og Klopp telur að hann sé ekki til sölu á þessum tímapunkti. Pulisic gekk einmitt til liðs við Dortmund í febrúar 2015, einungis þremur mánuðum áður en Klopp hætti.

Ég kann vel við Christian, ég hef þekkt hann síðan hann var strákur og hann er ekki gamall. Hann er frábær leikmaður og það er verðskuldað að fólk skuli meta hans mikils í Bandaríkjunum sem og í Þýskalandi,” sagði Klopp.

Ef hann vill spila í Englandi einhvertímann þá hefur hann klárlega tækifæri til þess. En á þessum tímapunkti er hann hjá virkilega góðu félagi fyrir hans þróun sem leikmaður.”

Hann átti ekki sitt besta tímabil á síðasta ári en hann er enn leikmaður sem skiptir sköpum. Það er mikilvægt á þessum aldrei að það sé ekki verið að flýta sér því hann á ennþá 14 eða 15 ár eftir sem leikmaður. Það er gott.”

Klopp virtist þá ekki vera að flýta sér að krækja í leikmanninn sem er samningsbundinn Dortmund.

Við virðum samninga og það er enginn markaður sem ég veit um sem stendur. Við gerum okkar og Dortmund gerir sitt, þannig að allt er í góðu,” sagði Klopp.

Sjá einnig:
Ummæli Klopp frá 2016 vekja athygli - Þurfti að svara fyrir sig
Athugasemdir
banner
banner