Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. júlí 2018 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riftu samning við svartan leikmann en neita ásökunum
Erving Botaka-Yoboma
Erving Botaka-Yoboma
Mynd: FC Torpedo Moscow
Rússneska félagið Torpedo Moscow, sem leikur í C-deild þar í landi, hefur verið í fréttum undanfarna daga eftir að varnarmaðurinn Erving Botaka-Yoboma gekk í raðir félagsins og var svo nokkrum dögum síðar látinn fara frá því.

Botaka-Yoboma fæddist og ólst upp í Rússlandi en er af kongólskum uppruna. Hann er dökkur á hörund.

Stuðningsmönnum Torpedo leist ekki vel á það að svartur leikmaður væri að koma til félagsins og mótmæltu þeir harðlega á samfélagsmiðlum. Nokkrum dögum síðar var samningi við hinn 19 ára gamla Botaka-Yoboma, sem uppalinn er hjá félaginu, rift.

Í yfirlýsingu hjá félaginu er því staðfastlega haldið fram að samningi við leikmaninn hafi ekki verið rift vegna húðlits hans.

„Húðlitur er aldrei viðmið þegar leikmaður er valinn. Kynþáttafordómara eiga aldrei rétt á sér," segir í yfirlýsingu félagsins.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að Botaka-Yoboma sé ekki lengur leikmaður liðsins af fjárhagslegum ástæðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner