Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Stefán hafði betur gegn Elíasi - Þórir Jóhann spilaði í sigri
Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru í efsta sæti dönsku deildarinnar
Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg eru í efsta sæti dönsku deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg unnu góðan 3-1 sigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni er liðin mættust í kvöld.

Elías Rafn Ólafsson stóð í markinu hjá Midtjylland á meðan Stefán var í liði Silkeborg.

Silkeborg leiddi með einu marki í hálfleik en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik. Silkeborg gerði þá tvö mörk á fimm mínútum og tryggði sér góðan sigur.

Stefán fór af velli á 77. mínútu leiksins en Silkeborg er í efsta sæti með 4 stig eftir sigur kvöldsins.

Þórir Jóhann Helgason var þá í byrjunarliði Lecce sem vann Virtus Francavilla, 1-0, í æfingaleik. Lecce er að undirbúa sig fyrir tímabilið í Seríu A en Þórir hefur verið heitur á undirbúningstímabilinu og virðist klár í slaginn.

Andri Fannar Baldursson byrjaði á bekknum er NEC Nijmegen tapaði fyrir Köln, 5-0, í æfingaleik. Andri kom inná sem varamaður á 65. mínútu leiksins.
Athugasemdir
banner
banner