Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. ágúst 2021 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Álftanes skoraði sjö og tryggði sér sigur í riðlinum
Álftanes vann stórsigur.
Álftanes vann stórsigur.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Reynir H. 1 - 9 Álftanes
0-1 Andri Janusson ('3)
1-1 Aníbal Joao Oliveira Costa ('5)
1-2 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('7)
1-3 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('17)
1-4 Jonatan Aaron Belányi ('19)
1-5 Ísak Óli Ólafsson ('32)
1-6 Andri Janusson ('36)
1-7 Magnús Ársælsson ('81)
1-8 Elís Maron Hannesson ('88)
1-9 Kári Viðarsson ('90, sjálfsmark)

Álftanes vann stórsigur á Reyni H. í eina leik dagsins í 4. deild karla þennan sunnudaginn.

Þetta var síðasti leikurinn í C-riðli 4. deildar og endaði hann með mjög þægilegum sigri hjá Álftanesi. Staðan var 1-1 eftir fimm mínútna leik en svo tók Álftanes frumkvæðið.

Staðan var 1-6 í hálfleik og bættu gestirnir við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik. Lokatölur 1-9 fyrir Álftanes.

Álftanes vinnur C-riðilinn með 41 stig úr 16 leikjum. Reynir H. endar í sjötta sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner