Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. desember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KSÍ 
Opnað fyrir tilnefningar til Grasrótarverðlauna KSÍ
Fótboltafélagið Múrbrjótar býður einstaklingum sem takast á við geðræn og félagsleg vandamál upp á fótboltaæfingar. Þannig eflir félagið félagsvitund margra einstaklinga auk þess að rjúfa einangrun fólks í áhættuhópi.
Fótboltafélagið Múrbrjótar býður einstaklingum sem takast á við geðræn og félagsleg vandamál upp á fótboltaæfingar. Þannig eflir félagið félagsvitund margra einstaklinga auk þess að rjúfa einangrun fólks í áhættuhópi.
Mynd: Árni Már Árnason

Knattspyrnusambandið veitir árlega sérstök grasrótarverðlaun fyrir vel unnið starf í grasrótahreyfingu íslensks fótbolta. Veitt eru þrenn verðlaun; fyrir grasrótareinstakling, grasrótarfélag og grasrótarverkefni ársins.


KSÍ hefur ákveðið að opna fyrir tilnefningar í þessum þremur flokkum og eru fótboltaunnendur um land allt hvattir til þess að senda inn tilnefningar í einum eða fleiri flokkum. Þetta kemur fram á vefsíðu KSÍ og tekið er fram að allar tilnefningar verða skoðaðar og valnefnd skipuð af KSÍ velur sigurvegara.

„Ef þú veist um einstakling, knattspyrnufélag eða verkefni sem gerði góða hluti í grasrótarstarfi árið 2022 þá hvetjum við þig til að senda inn tilnefningu með nafni einstaklings, félags eða verkefnis ásamt rökstuðningi á [email protected] fyrir 1. febrúar 2023," segir í yfirlýsingu frá KSÍ. „Eina skilyrðið er tenging við fótbolta."

Fyrri verðlaunahafar hafa verið af ýmsu tagi og má þar meðal annars nefna Múrbrjóta og Kormák/Hvöt. Þá var Margrét Brandsdóttir grasrótarpersóna ársins 2021 og hlutu Keflavík og Njarðvík verðlaun fyrir grasrótarverkefni ársins 2021.


Athugasemdir
banner
banner