Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. mars 2019 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM: Sviss sótti stigin þrjú til Georgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Georgía 0 - 2 Sviss
0-1 Steven Zuber ('57 )
0-2 Breel Embolo ('80 )

Hið sterka lið Sviss byrjar undankeppnina fyrir EM 2020 á sigri gegn Georgíu á útivelli.

Fyrir fram var búist við auðveldum sigri Sviss sem er í áttunda sæti heimslistans. Georgía er í 91. sæti á þeim sama lista.

Það tók hins vegar Sviss 57 mínútur að brjóta ísinn. Markið gerði Steven Zuber eftir undirbúning frá Breel Embolo. Á 80. mínútu skoraði Embolo svo sjálfur og gerði út um leikinn.

Xherdan Shaqiri var ekki með Sviss í dag vegna meiðsla.

Klukkan 17:00 eru þrír leikir að hefjast og klukkan 19:45 eru fjórir leikir í undankeppni EM. Frændur okkar frá Færeyjum mæta Möltu klukkan 17:00 og þá verður leikur Svíþjóðar og Rúmeníu í beinni útsendingu.

Riðill D
17:00 Gíbraltar - Írland

Riðill F
17:00 Svíþjóð - Rúmenía (Stöð 2 Sport)
17:00 Malta - Færeyjar
19:45 Spánn - Noregur (Stöð 2 Sport)

Riðill J
19:45 Liechteinstein - Grikkland
19:45 Ítalía - Finnland (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Bosnía - Armenía
Athugasemdir
banner
banner
banner