Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. mars 2021 15:25
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Ítalíu í apríl
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson stýrir sínum fyrstu leikjum gegn Ítalíu.
Þorsteinn Halldórsson stýrir sínum fyrstu leikjum gegn Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ítalíu í vináttuleik í apríl og fer leikurinn fram ytra. Liðin munu mætast þann 13. apríl, en vonir standa til þess að leiknir verða tveir leikir í þessum landsleikjaglugga.

Leikurinn verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þorsteins H. Halldórssonar. Fljótlega verður tilkynnt um leikstað.

Ísland og Ítalía hafa mæst fimm sinnum og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, tveir hafa endað með jafntefli og tveir með sigri Ítalíu. Liðin mættust síðast árið 2007 á Algarve Cup og endaði sá leikur með 2-1 sigri Ítalíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum.

Fyrri viðureignir
2007: Ítalía - Ísland 2-1 - Algarve Cup
2002: Ítalía - Ísland 0-0 - undankeppni HM kvenna 2003
2001: Ísland - Ítalía 2-1 - undankeppni HM kvenna 2003
2000: Ítalía - Ísland 1-0 - undankeppni EM 2001
1999: Ísland - Ítalía 0-0 - undankeppni EM 2001
Athugasemdir
banner
banner
banner