Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. apríl 2019 11:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pétur Viðars inn í úrvalslið áratugarins - Liðið fullskipað
Pétur Viðarsson hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari hjá FH.
Pétur Viðarsson hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari hjá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er orðið ljóst hvaða ellefu leikmenn skipa úrvalslið áratugarins í efstu deild á Íslandi. Liðið var valið í tilefni af tíu ára afmæli útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn síðasta laugardag.

Pétur Viðarsson í FH tók síðustu stöðuna í liðinu, hann er settur í hægri bakvörðinn þar þó hann sé vanur því að spila sem miðvörður.

Það má segja að Pétur sé vanmetinn leikmaður að mörgu leyti en samherjar hans hafa þó mikið álit á honum.

„Mesta hrósið sem maður getur fengið er frá liðsfélögum eða þjálfurum, þeim sem eru með mér á hverjum degi. Ef þeir meta mig svona vel þá er ég nokkuð sáttur," sagði Pétur í útvarpsþættinum.

Í umræðunni er Pétur sjaldan nefndur þegar rætt er um bestu miðverðina í deildinni en árangur hans innan vallar talar sínu máli.

„Ég reyni að pæla rosalega lítið í umræðunni kringum fótboltann, ég tel það ekki hjálpa mér og sleppi því. Í gegnum tíðina hef ég alltaf verið að spila hjá FH og það hefur verið besta liðið. Það er nægilega mikil viðurkenning fyrir mig. Ég hef alltaf vitað hverjir eru að meta mig, ég hef alltaf verið vel metinn í félaginu."

Rætt var við Pétur í útvarpsþættinum síðasta laugardag en hægt er að hlusta á viðtalið í lok upptökunnar hérna. Þar horfir hann aðeins til baka og ræðir um komandi



Athugasemdir
banner
banner
banner