Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. apríl 2021 12:53
Elvar Geir Magnússon
Gummi Magg aftur í Fram (Staðfest)
Mættur aftur í treyju Fram.
Mættur aftur í treyju Fram.
Mynd: Fram
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon er genginn aftur í raðir uppeldisfélags síns, Fram. Guðmundur rifti samningi sínum við Grindavík á dögunum og mun hann spila með Frömurum í Lengjudeildinni í sumar.

„Knattspyrnuliði Fram hefur borist öflugur liðsauki fyrir baráttuna í sumar. Mætti jafnvel tala um sumargjöfina í ár," segir á heimasíðu Fram.

Guðmundur er 29 ára gamall framherji og lék 15 leiki í deild og bikar með Grindavík á síðustu leiktíð. Í þeim leikjum skoraði Guðmundur 6 mörk. Alls hefur Guðmundur skoraði 72 mörk í 221 leik í deild og bikar á ferli sínum.

Persónulegar ástæður voru gefnar upp sem ástæða þess að hann rifti samningi við Grindavík.

Síðast þegar Guðmundur lék fyrir Fram þá raðaði hann inn mörkum í 1. deildinni, skoraði 18 mörk í 22 leikjum. Tímabilið á eftir lék hann með ÍBV og Víkingi Ólafsvík.


Athugasemdir
banner
banner